Peppandi
Jákvætt hreyfiafl valdeflingar, hugrekkis og jákvæðni
Peppandi er fyrirlestraröð um jákvæðni, hugrekki og valdeflingu. Peppandi samastendur af fyrirlestrum sem heita ,,Þú ert frábær!“ og eru fyrirlestrarnir ætlaðir öllum. Sem dæmi henta fyrirlestrarnir grunnskólum, menntaskólum, háskólum, fyrirtækjum, stofnunum, og íþróttafélögum mjög vel. Jákvæðni, hugrekki og valdefling eru lykilorðin þrjú en á sama tíma er fyrirlesturinn strangheiðarlegur því jákvæðni fyrir mér er heiðarleiki með vonina að vopni og það að sjá aðstæðurnar sem hálffullt glas en ekki hálftómt. Fyrirlesturinn hentar öllum því hann fjallar í grunninn um það sem við erum öll að kljást við frá degi til dags.
Fyrirlesturinn
Þú ert Frábær!
Í fyrirlestrunum fer ég á dýptina varðandi það sem mótaði mig hvað mest sem einstakling þar sem ég blanda minni reynslu við félagsfræðina sem ég er með BA gráðu í frá Háskóla Íslands. Það sem vert er að muna með fyrirlesturinn er að ég er ennþá að kljást við allt sem ég fer yfir í fyrirlestrunum og finnst mér það einmitt svo frábært þar sem það er þetta sammannlega sem einkennir okkur öll. Fyrirlesturinn gefur fólki innblástur og sýnir fyrirlesturinn að við eru ekki ein að kljást við hina sammannlegu hluti. Það er valdeflandi að vita að maður er ekki einn að kljást við eitthvað og það er í lagi að tala um það hvernig manni líður. Maður á aldrei að skammast sín fyrir eitt né neitt, ekki skammast þín fyrir að vera þú. ÞÚ ERT FRÁBÆR! Draumurinn er að skapa stórt jákvætt hreyfiafl sem gerir öllum kleift að líða vel í eigin skinni og vera stolt af sér sjálfu/m.
Skólar
Fyrirlestur Peppandi hentar vel fyrir unglingastig grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Það hefur sjaldan verið meiri þörf á að hvetja unga fólkið okkar til dáða og hjálpa þeim að takast á við tilfinningar.
Vinnustaðir
Fyrirlestur Peppanda er tilvalinn viðbót við heilsueflingu starfsfólks, enda andleg heilsa ekki síður mikilvægari en líkamleg. Þá getur fyrirlesturinn hentað sem uppbrot á vinnustofum og stefnumótunarfundum.
Stofnanir
Fyrirlestrarnir eiga líka brýnt erindi bæði við starfsfólk, en ekki sýst skjólstæðinga ýmissa stofnana. Þá getur fyrirlesturinn hentað sem hluti af stærra framtaki til að hreyfa við og efla einstaklinga.
Samstarf við Sjóvá
Peppandi hefur hafið samstarf við Sjóvá, sem mun nú greiða 50% af kostnaði allra fyrirlestra Peppanda!
Um mig
Kristján Hafþórsson
Ég er fyrst og fremst faðir og eiginmaður. Ég á yndislega konu sem heitir Rakel og tvö yndisleg börn sem heita Hrafntinna og Hreimur. Ég er með BA gráðu í félagsfræði og er í Meistaranámi í Nýsköpun og viðskiptaþróun við Háskóla Íslands. Einnig held ég úti hlaðvarpinu Jákastið sem snýst um það sama og fyrirlestrarnir, jákvæðni, valdeflingu og hugrekki. Ég er einnig handritshöfundur barnaefnisins, Hvítatá sem er um litla önd sem er á leikskóla. Þættirnir eru skrifaðir eftir dóttur minni og fjalla um tilfinningalíf barna á leikskólaaldri. Einnig eru fleiri verkefni á teikniborðinu sem munu líta dagsins ljós fljótlega.